Til baka

Hér má sjá myndband þar sem fóðrunartæknin er útskýrð nánar.

Hreinsitækni hafa sérhæft sig í endurgerð lagna án uppgraftar. Aðferðin, sem ber heitið Insituform, er byltingarkennd. Hún hefur verið notuð víða um heim frá því snemma á áttunda áratugnum með góðum árangri. Viðgerð af þessu tagi veldur litlu raski því lagnirnar eru lagfærðar innan frá.

Filtsokki, sem vættur hefur verið í fljótharðnandi plastefni, er rennt inn í skemmdu lögnina. Hann er svo þaninn út með vatns- eða loftþrýstingi, eftir stærð lagnarinnar. Þannig leggst hann þétt að og steypist fastur við gömlu lögnina. Sokkurinn er hitaður og harðnar á 4-6 tímum – og nýja rörið er tilbúið þegar búið er að opna fyrir aðliggjandi lagnir með fjarstýrðum fræsara. Allt þetta ferli tekur ekki nema einn dag og veldur íbúum litlu ónæði. 

Lagnaklæðningar af þessu tagi henta við ólíkar aðstæður, t.d. er þetta jafngóð aðferð hvort sem lagnir eru lóðréttar eða láréttar, grafnar í jörð eða inni í veggjum. Kostirnir eru ótvíræðir: 

  • Hægt er að lagfæra lagnir á stuttum tíma þar sem ekki þarf að fara út í tímafrekan uppgröft með tilheyrandi raski.
  • Efnið í lagnaklæðningunni er lagað að aðstæðum á hverjum stað – allt eftir því hvað hentar.
  • Framkvæmdir valda litlu ónæði.
  • Lausnin er endanleg. Klæðningin er útbúin með þeim styrk sem þarf til að lögnin endist.