Til baka

Stærð og útbúnaður götusópa Hreinsitækni er misjafn. Stærð tunnu er 6-7 rúmmetra, sumir eru með sóp báðu megin sem þýðir að alltaf er hægt að sópa með umferð og þá er sogkraftur þeirra misjafn. Flestir sóparnir eru útbúnir með sérstökum sóp (klóru) á framhorni bílsins sem brýtur upp harðan leir í götukönntum eða bílastæðum.

Hreinsitækni ehf hefur yfir að ráða fullkomnasta og besta tækjaflota landsins, þar sem nýjustu bílarnir með Euro 6 vél og sópkerfið er drifið áfram með glussa en ekki auka afturvél. Þetta gerir götusópana mjög hljóðláta og frá þeim er hávaðamengun stillt í lágmark. Gatnasópar eru notaðir við að sópa götur, bílastæði, flugbrautir, vöruskemmur, bryggjur, athafnasvæði fyrirtækja ofl.