Til baka

Hreinsitækni ehf gerir út sex mjög öfluga og tæknilega fullkomna holræsabíla, til stíflulosunar, hreinsun frárennslislagna, rotþróa, niðurfalla, dælubrunna, fitugildra auk eiturefna og hverskonar inaðarúrgangs. Reynslumiklir starfsmenn okkar tryggja vönduð og örugg vinnubrögð og með þeirri miklu tækni sem fyrirtækið hefur yfir að ráða er hægtr að leysa flest þau verkefni á sviði fráveitukerfa sem okkur er falið fljótt og örugglega.

Hreinsitækni ehf hefur í notkun „mini“ holræsabíl. Bíllinn er lítill og léttur en hefur alla þá eiginleika sem þarf til að geta unnið verkin fljótt og vel. Bíllinn er sérlega hentugur til vinnu við bílastæðahús við heimahús og á öðrum þeim stöðum þar sem erfitt og óþarft er að nota stærri bíla. 

Þannig fer hreinsun fram

Háþrýstispíssinn þrýstist eftir rörinu móti straumnum frá brunni til brunns. Síðan dregur vökvaspil slönguna til baka með fullum þrýstingi á spíssinum. Þá rífur spíssinn með sér öll óhreinindi sem losna úr rörinu og eru þau soguð upp í bílinn um leið. Þessi aðferð tryggir að rörið er hreint eftir þessa meðferð og kostnaðurinn vegna uppgraftar er úr sögunni.