Til baka

Hreinsitækni ehf hefur yfir að ráða bílum búnum mjög fullkomnum lagnamyndavélum. Myndatakan fer þannig fram að skriðdreki með snúningshöfuð og auga keyrir inn í lögnina og er allri myndatöku stjórnað úr bílnum. Hægt er að keyra myndavélina allt að 250 metra frá bílnum. Við getum myndað lagnir frá 2´´ að innanmáli og til stærstu lagna. Vélaranar hafa snúningshöfuð sem gefur möguleika á að skoða inn í hliðartengingar og þvert á lagnaveggi. Þannig er hægt að meta tæringar og greina ástand lagna fljótt og auðveldlega. Einnig er hægt að gráðumæla halla lagna, ásamt lasermælingu á sprungum. Með svona tækni má oft á tíðum spara kostnað við uppbrot og gröft.

Fyrirtækið býður upp á úttektir á lögnum nýjum sem gömlum þar sem fram kemur almennt ástand lagna. Úttektinni er hægt að skila á myndbandi VHS, CD eða DVD diski. Ástand lagna er síðan greint eftir ákveðnu kerfi og fylgir skýrsla til nánari útlistunar. Með því getur viðskiptavinurinn gengið úr skugga um það sjálfur hvert raunverulegt ástand lagnanna er. Myndavélabúnaðurinn nýtist í margskonar verkefni s.s. myndun á skolplögnum, drenlögnum, hitaveitulögnum, vatnslögnum, borholum ofl.

Við erum ávallt reiðubúnir að ráðleggja og leita að hagkvæmustu lausninni.