Til baka

Hreinsitækni ehf hefur haft í notkun svokallað KSA kerfi til tæmingar á rotþróm með úrvötnun á seyru. Kerfið byggist á því að innihaldi rotþróa er dælt í bílinn, þar sem seyran er aðskilin frá vatninu og því dælt aftur í rotþróna. Með þessari aðferð er búið að minnka til muna það efnismagn sem keyra þarf burt frá hverjum stað, ásamt því að rotnunargerillinn helst lifandi í rotþrónni. Seyruna má síðan annað hvort urða eða blanda hana kalki og nýta sem áburð. Þessi nýja tækni er fljótleg og með henni má skapa vistvæn verðmæti sem er hennar helsti kostur.