Til baka

Hreinsivélin er almennt mjög auðveld í meðförum og hennar helsti kostur er að hún notar lítið vatn. Það vatn sem hún notar breytir hún í gufu allt upp í 240°C heita. Tækið er með sérútbúna slöngu sem er úr teflon/ryðfríu stáli, með sérstakri hlíf um hana og sérútbúin stálsprauta sem gerir alla vinnu örugga vegna hita. Helstu kostir vélarinnar eru eftirfarandi:

Án allra efna

Engin eiturlykt, engin hætta fyrir starfsfólk, engir blettir eða mislitur á múrsteinum, stéttumm hellum eða yfirborðslagi. Óþarfi er að kaupa, geyma eða nota efni sem geta verið skaðleg.

Umhverfisvænt

Engin efni eru losuð í niðurföll. Hljóðlát vél sem þýðir lítil hávaðamengun á vinnustað.

3. Skemmir ekki yfirborðsefni jarðar
Steinlím, möl og mjúkur steinn skemmist ekki þar sem við notkun tækisins þarf mjög lítið vatn og mjög lágan þrýsting.
4. Mjög lítil vatnsnotkun
Meðalnotkun á venjulegu vatnsþrýstikerfi er á milli 8.000-15.000 lítrar af vatni á vinnudag. Þessi hreinsivél notar aðeins 1.800-2.200 lítra á dag.
5. Hljóðlát
Hreinsivélin er lágvær í notkun 66-70 Dbl.
6. Vegfarenda væn
Þar sem vélin notar ekki mikið af vatni (gusugangur enginn) þá er hægt að nota tækið á svæði þar sem mikið er af gangandi fólki.
7. Fjarlægir algjörlega allt tyggjó
Hreinsivélin eyðir ekki aðeins tyggjóleifum og/eða veggjakroti, heldur líka olíublettum sem almennt öll önnur tæki skilja eftir.
8. Augljóst öllum
Greinilegur munur er augljós öllum vegfarendum þar sem tyggjóleifar og/eða veggjakrot er stórt lýti á umhverfinu.