Við hjá Hreinsitækni sérhæfum okkur í þvotti 

Til baka

Götuþvottabílarnir eru búnir framspíssum með háþrýsting sem stjórnað er úr bíl, 80 metra langri smúlslöngu á glussadrifnu kefli, greiðu til rykbindingar á malarvegum, ásamt úðunarspíssum fyrir sápuefni. Götuþvottabílar eru hentugir til að þvo götur, bílastæði, bílastæðahús, þrif á byggingum, hreinsun eftir olíuslys með sérstakri sápu ofl. Bílarnir getur líka unnið með heitt vatn t.d. þíða plötur og mót fyrir steypu, þíða frosinn jarðveg fyrir þjöppun ofl. Einnig má bæta ilmsápu við vatnið á tanknum til að þvo eftir útihátíðir og fleira þar sem likt getur verið slæm. Tankarnir á bílunum taka 14-15 tonn.

Einn götuþvottabíll félagsins er sérstaklega útbúinn til dreifingar á magnesíumklóríð sem notað er til að draga úr svifryksmengun. Efninu er dreift í mismunandi magni á malbikaðar götur sem bindur niður rykagnirnar. 

Nýasti sópur félagsins er sérbúinn öflugum þvottaspíssum að aftan ásamt öflugu sogi sem gerir þvottinn nær snertiþurran.