Lárus Kristinn Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Hreinsitæknis ehf frá og með 31. desember 2018. Lárus hefur starfað sem framkvæmda- og fjármálastjóri félagsins síðast liðin 14 ár. Þann 1. mars 2018 hætti Rögnvaldur Guðmundsson störfum hjá Hreinsitækni ehf og sem stjórnarformaður síðast liðin 14 ár. Rögnvaldur mun áfram sitja í stjórn Hreinsitæknis ehf.

Gunnar Örn Erlingsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra félagsins, en hann hefur starfað hjá félaginu frá byrjun apríl 2018. Nú um áramótin hóf Sigurborg Sólveig Guðmundsdóttir störf hjá félaginu og mun gegna stöðu skrifstofu- og mannauðsstjóra Hreinsitæknis ehf.  

Einnig hefur verið bætt í verkstjórateymið en Steinn Helgason starfar nú sem verkstjóri við hlið Sveins Bjarnasonar.