Á myndinni eru Sigurður Óli Sigurðarson frá PWC, Sævar Örn Sigurðarson fyrrv. eigandi Stífluþjónustu…
Á myndinni eru Sigurður Óli Sigurðarson frá PWC, Sævar Örn Sigurðarson fyrrv. eigandi Stífluþjónustu Suðurlands, Björgvin Bjarnason framkvæmdastjóri Hreinsitækni og Guðni Halldórsson frá Íslenskum verðbréfum.

Hreinsitækni ehf., er leiðandi fyrirtæki á sviði sópunar og þvotta á gatnakerfum og gönguleiðum auk þess að vera öflugasta fyrirtækið landsins á sviði holræsahreinsunar og tengdrar þjónustu. Félagið var stofnað árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan.

Stífluþjónusta Suðurlands hefur boðið upp á þjónustu við einstaklinga, fyrirtæki og sveitafélög á Suðurlandi og víðar, undanfarin 20 ár og skapað sér gott orð fyrir góða þjónustu.

Að sögn Björgvins Bjarnasonar forstjóra Hreinsitækni sér félagið kaupin á Stífluþjónustu Suðurlands sem gott tækifæri til að þjónsuta viðskiptavini sína á svæðinu enn betur með því að samþætta starfsemi félaganna og byggja ofan á það góða starf og orðspor sem eigendur Stífluþjónustunnar hafa byggt upp á undanförnum árum og áratugum.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslenskra verðbréfa var kaupanda til ráðgjafar í ferlinu og fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers var ráðgjafi seljanda.

Undirrituðu aðilar kaupsamning í húsakynnum Íslenskra Verðbréfa í hádeginu og hefur afhending þegar farið fram