Hreinsitækni ehf., er leiðandi fyrirtæki á sviði sópunar og þvotta á gatnakerfum og gönguleiðum. Félagið var stofnað árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan.

Í upphafi árs 2007 keypt félagið Holræsahreinsun ehf. og sameinaði félögin undir nafni Hreinsitækni ehf. Holræsahreinsun ehf. var elsta og öflugasta fyrirtækið á sviði holræsahreinsunar og tengdrar þjónustu. Stofnað árið 1982, en breytt í hlutafélag árið 1987. Á þeim árum kappkostaði félagið að fylgja eftir þeirri öru þróun sem orðið hafði í starfseminni og eins að vera með bestu og nýjustu tækin til að takast á við hvaða verk sem er og á sem hagkvæmastan hátt.

Í lok árs 2007 keypti félagið Uppdælingu ehf. og sameinaði félögin undir nafni Hreinsitækni ehf. í byrjun árs 2008. Uppdæling ehf. hafði séð um söfnun úrgangsolíu frá verkstæðum, skipum ofl. Einnig hreinsun olíutanka og flutningi á hvers konar spilliefnum. Uppdæling ehf hafði boðið upp á þessa þjónustu allt frá árinu 1993.

Með sameiningu þessara þriggja fyrirtækja er tækjafloti Hreinsitækni ehf. sá öflugasti sem til er á Íslandi í dag. Flotinn er mjög nýlegur og sambærilegur við það besta sem í boði er hvar sem er í heiminum. Hreinsitækni ehf. er nú komið með þá þekkingu og tæki til að geta boðið einstaklingum, fyrirtækjum, sveitar- og bæjarfélögum heildarlausnir í þjónustu á fráveitukerfum og hreinsun á gatna- og gönguleiðum. Starfsmenn félagsins búa yfir víðtækri reynslu og eru fastráðnir um sjötíu talsins.

Bólholt á Egilsstöðum var sameinað Hreinsitækni 2019 en það félag hefur starfað frá árinu 1989 við góðan orðstír.

Árið 2020 keypti Hreinsitækni Stífluþjónustu Suðurlands, en það fyrirtæki hefur undafarna tvo áratugi þjónustað einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög, einkum á Suðurlandi.

Hreinsitækni er í dag með aðstöðu og tækjaflota í fjórum landshlutum. Á Akureyri, Egilsstöðum, Reykjavík og Selfossi.

Hreinsitækni ehf. er með skýra umhverfisstefnu og leggur mikla áherslu á að nota eingöngu umhverfisvæn efni við öll þrif. Á það við hvort sem er þrif á spilliefnum eða almennum og reglubundnum þrifum á gatnakerfum, byggingum ofl.

Hreinsitækni ehf. óskar viðskiptavinum sínum velgengni í starfsemi sinni. Gott samstarf og gagnrýni viðskiptavina á störf fyrirtækisins