Holræsabíll
 
20170706_123652.jpg

Hreinsun lagna

Hreinsitækni hefur yfir að búa öflugasta flota dælubíla á Íslandi.

Hreinsun á lögnum fer fram með háþrýstislöngu sem búin er sérstökum hreinsispíss.

Sogbarki sýgur upp það efni sem losnar við hreinsunina, hvort sem það er grjót, möl eða rætur. Efnið sem sogast upp í bílinn er svo í framhaldinu losað á viðurkennda losunarstaði.

Einnig er hægt að fræsa og fjarlægja minni rætur úr lögnum með dælubíl, en ef um ræða stórar rætur getur þurft að kalla til sérstakan fræsarabíl.

Myndun lagna

Hreinsitækni hefur yfir að búa mjög vel búnum myndavélabíl, sem getur myndað skólp og drenlagnir utan húss.

Við getum í flestum tilvikum myndað frá stofnlögn í götu og upp heimtaug að húsi, til að skoða ástand lagna eða t.d. finna niðurgrafinn lagnabrunn innan lóðar.

Einnig er hægt að GPS-hnita legu og sóna upp staðsetningu lagna mjög nákvæmlega. Hægt er að hallamæla lagnir í vissum tilfellum ef um það er beðið fyrir myndun.

Viðskiptavinurinn fær afhentan minnislykil með myndbandi ásamt ástandsskýrslu í lok hvers verkefnis.