Stíflulosun

Hreinsitækni hefur yfir að búa öflugasta flota dælubíla á Íslandi.

Hreinsun á lögnum fer þannig fram að háþrýstislanga sem sérstökum hreinsispíss
(sem hentar fyrir hvert tilfallandi verk) er settur inn í lögn sem hreinsa á.
Hreinsispíss sprautar vatni afturúr sér og dregur sig þannig inn í lögnina og losar um stíflur. Því næst er slangan dregin tilbaka með þrýstingi og dregur þannig óhreinindi tilbaka beint inn í sogbarka sem settur er niður og sýgur því óhreinindin upp jafnóðum inn í bílinn á meðan hreinsun stendur yfir.

Óhreinindin sem fara inn í bílinn eru síðan losuð á viðeigandi og viðurkennda losunarstaði.

Einnig er hægt að fræsa minni rætur úr lögnum með dælubíl, en ef um ræða stórar rætur getur þurft að kalla til sérstakan fræsarabíl.

Previous
Previous

Snjómokstur og hálkuvarnir

Next
Next

Rekstur skólphreinsistöðva