Hreinsun á veggjakroti og tyggjói

Hreinsitækni er með góðan búnað til að hreinsa veggjakrot í burtu. Sérstöku hreinsiefni er úðað yfir krotið og látið bíða um stund. Síðan er notuð vatnsgufa og hreinsibyssa til að smúla yfir krotið. Einstaka sinnum þarf síðan að endurtaka ferlið en það fer allt eftir því hvaða efni er verið að fjarlægja.

Tyggjóklessur eru einnig hreinsaðar af stéttum með vatnsgufu sem leysir upp tyggjóið með góðum árangri.