Hreinsitækni hlýtur sjálfbærnimerki Landsbankans

Hreinsitækni hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna starfsemi sinnar á sviði mengunarvarna og sjálfbærrar meðhöndlunar vatns og skólps.

Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum og Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Hreinsitækni

Landsbankinn býður fyrirtækjum upp á sjálfbæra fjármögnun. Þegar fyrirtæki uppfyllir skilyrði fyrir slíkri  fjármögnun getur það fengið sjálfbærnimerki bankans.  Til að fá merkið þarf fyrirtækið eða verkefnið sem verið er að fjármagna að uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem skilgreind eru í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir Hreinsitækni. Okkar verkefni lúta flest að því að draga úr mengun í samfélaginu og það er ánægjulegt fyrir starfsfólk félagsins að verk þeirra hljóti viðurkenningu sem þessa. Hreinsitækni leggur kapp á að sinna verkefnum sínum af ábyrgð, hvort sem litið er til samfélagsábyrgðar, umhverfismála eða sjálfbærni. Okkur þykir því vænt um þessa viðurkenningu.“ -Björgvin Jón Bjarnason, Framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf.

Previous
Previous

Nú eru vorverkin hafin

Next
Next

Hreinsitækni styrkir íþróttastarf á Akureyri