Hreinsitækni styrkir íþróttastarf á Akureyri

Hreinsitækni ehf hefur afhent þremur af stærstu íþróttasamtökum Akureyrar rekstrarstyrk. Þetta eru knattspyrnudeild KA, Íþróttafélagið Þór og Golfklúbbur Akureyrar. Björgvin Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Hreinsitækni hitti forsvarsmenn félaganna fyrir norðan og afhenti styrkinn í síðustu viku. Jafnframt voru undirritaðir samstarfssamningar milli Hreinsitækni og íþróttafélaganna.

Björgvin Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Hreinsitækni;

„Við leggjum kapp á að vera þáttakendur í þeim sveitarfélögum sem eru á starfssvæðum okkar. Við viljum skilja eftir okkur fótspor og stuðla að betri samfélögum þar sem við vinnum. Ein leið til að dýpka þau spor er að styrkja uppbyggilega starfsemi í þessum sveitarfélögum. Önnur leið er að kappkosta að kaupa þá þjónustu og rekstrarvörur á þeim svæðum sem verk eru unnin. Forsenda þess að félagið okkar dafni er að samfélagið sem við hrærumst í sé blómlegt.“

 

 
Skúli Eyjólfsson fyrir hönd KA, Aron Elvar Finnsson fyrir hönd Þórs, Björgvin Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Hreinsitækni og Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri GA.  Mynd Palli Jóh.

Skúli Eyjólfsson fyrir hönd KA, Aron Elvar Finnsson fyrir hönd Þórs, Björgvin Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Hreinsitækni og Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri GA.
Mynd Palli Jóh.

 
Previous
Previous

Hreinsitækni hlýtur sjálfbærnimerki Landsbankans

Next
Next

Margar leiðir til að draga úr svifryki