Myndun lagna

Hreinsitækni hefur yfir að búa mjög vel búnum myndavélabíl, sem getur myndað skólp og drenlagnir utan húss.

Við getum í flestum tilvikum myndað frá stofnlögn í götu og upp heimtaug að húsi, til að skoða ástand lagna eða t.d. finna niðurgrafinn lagnabrunn innan lóðar.

Einnig er hægt að GPS-hnita legu og sóna upp staðsetningu lagna mjög nákvæmlega. Hægt er að hallamæla lagnir í vissum tilfellum ef um það er beðið fyrir myndun.

Viðskiptavinurinn fær afhentan minnislykil eða fær senda skrá með myndbandi ásamt ástandsskýrslu í lok hvers verkefnis.

Previous
Previous

Sópun gatna og göngustíga

Next
Next

Þvottur/olíuslys