Þvottur/Olíuslys.

Vatnsbílar eru notaðir við þvott á ýmsu td. við hreinsun á bílastæðum og bílakjöllurum og þá ásamt vélsóp sem tekur upp efnið svo það fari sem minnst niður í lagnakerfi.

Á vatnsbílnum er 100-150m löng slanga sem hægt er að draga út og nota til þess að prauta úr hornum og þvo yfir gólf eða annað sem þrífa skal. 
Það eru einnig spíssar að framan sem hægt er að sprauta af miklum krafti og keyra áfram um leið, á t.d stórum plönum eða yfir heilu göturnar ef svo ber undir.

Umhverfisvæn sápa er á bílnum sem hægt er að nota með ef um olíu er að ræða og þá bæði stór og smá slys.

Aftan á bílnum er greiða sem bæði er hægt að úða sápu á stærri olíuslys og vatni t.d. til að rykbinda vegi.

Previous
Previous

Myndun lagna

Next
Next

Hreinsun lagna